Heppinn miðahafi í Litháen var einn með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins sem færir honum rétt tæpar 12,1 milljarð króna. Eins var einn miðahafi með 2. vinning sem færir honum rúmar 370,6 milljónir króna. Sá heppni keypti miðann sinn í Þýskalandi. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 26,1 milljónir króna. Sjö miðar voru keyptir í Þýskalandi og einn í Póllandi.
Enginn var með þann fyrsta í Jóker kvöldsins en sex heppnir miðahafar nældu sér í 2. vinning sem er að venju 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Sauðárkróki, Dzien Dobry í Reykjavík, Tvistinum í Vestmannaeyjum, á vefnum okkar Lottó.is og í lottó appinu.