1. vinningur gekk ekki út í EuroJackpot útdrættinum í kvöld en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 110,4 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðanna var keyptur í Þýskalandi og hinn í Tékklandi. Níu miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 13,8 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Tékklandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, tveir í Slovakíu og fjórir í Þýskalandi.
Heppinn áskrifandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann 2,5 milljónir króna í vinning. Enginn var með 2. vinning í Jóker að þessu sinni.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 2.715.