Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fjórir voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæpar 73 milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir voru keyptir í Danmörku og Króatíu. Þá voru átta miðaeigendur með 3. vinning og fá þeir rúmlega 20 milljónir króna hver. Fimm miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð og einn í Finnlandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Olís, Ánanaustum í Reykjavík og í Lottó appinu.
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 4. júlí
4. Jul 2025, 19:20