Tveir stálheppnir miðahafar voru með 1. vinning í EuroJackpot útdrættinum í kvöld og fær hvor þeirra rúmlega 8,6 milljarða króna. Miðarnir voru keyptir í Berlín í Þýskalandi og Münster í Þýskalandi. Það voru einnig tveir heppnir miðahafar í Þýskalandi sem voru með 2. vinning og fá þeir rúma 2 milljarða króna hvor. Tólf miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 32 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og sjö í Þýskalandi.
Enginn var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð í Jóker útdrætti kvöldsins en einn var með 2. vinning og fær hann 125.000 krónur í vinning. Miðinn var keyptur á lotto.is.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.429.