Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en einn heppinn miðahafi í Þýskalandi var með 2. vinning og hlýtur hann tæpar 261,6 milljónir króna í vinning. Þá voru níu miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra tæpar 16,4 milljóna króna í sinn hlut. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Danmörku og Finnlandi. Einn miðahafi á Íslandi var með 4. vinning og fær hann rétt rúmar 760 þúsund krónur í vinning. Miðinn er í áskrift.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jókernum.