Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en átta miðaeigendur voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 53,7 milljónir króna í sinn hlut. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Finnlandi. Níu voru með 3. vinning og fá þeir rétt tæpar 27 milljónir króna hver. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Póllandi og Tékkalandi.
Stálheppinn miðahafi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann 2 milljónir króna í vasann. Miðinn góði var keyptur í Skerjakollu á Kópaskeri.