Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra rúmlega 296 þúsund krónur. Miðarnir voru báðir keyptir í Lottó appinu.
1. vinningur gekk ekki út í Jóker útdrættinum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í vinning. Tveir miðar voru keyptir á lotto.is og tveir miðar eru í áskrift.