Af tæknilegum orsökum var seinkun á útdrætti kvöldsins í Vikinglottó og útdrátturinn ekki sýndur á RÚV.
Enginn var með 1. né 2. vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglottó. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni. Einn miðahafi var með 4. vinning og fær hann rúmar 485 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur á vef okkar lotto.is. Þá voru þrír miðahafar með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 125 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó appinu og einn miðinn er í áskrift.