Fréttir

lotto

Hæsti lottópottur sögunnar!

11. Apr 2025, 10:28

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær rúmar 79,2 skattfrjálsar milljónir króna í vinning hvor.

Uppgreiðsla á húsnæðislánum það fyrsta á dagskránni

Önnur er með miðann sinn í áskrift og sagðist aldrei skoða miðann sinn og í raun bara aldrei spá neitt í hann, hún sæi þó vinninga lagða inn á kortið sitt við og við. Því kom símtalið sem hún fékk frá Íslenskri getspá á mánudagsmorgun henni skemmtilega á óvart. Konan, sem á stóra fjölskyldu bæði af börnum og systkinum sagðist ætla að halda vinningnum leyndum og að fyrsta verk yrði að greiða upp húsnæðislánið og svo njóta þess að sjá fjárhagsáhyggjurnar hverfa. 

Hinn vinningshafinn hafði keypt sinn miða í lottóappinu eftir að hafa fengið áminningu í símann um sjöfaldan fyrsta vinning. Ákvað hún því að festa kaup á miða og valdi tölurnar sjálf af handahófi. Hennar fyrsta svar um í hvað peningarnir yrðu notaðir var það sama og hjá hinum vinningshafanum; að greiða strax niður húsnæðislánið og svo að geta gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

Við óskum vinningshöfunum öllum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

eurojackpot

vikinglotto

lotto

Úrslit Páskaleiks 2025

Úrslit Páskaleiks 2025 Dregið hefur verið í Páskaleik 2025, og hljóta 20 heppnir miðaeigendur einnar milljón króna vinning. 1 heppinn miðahafi keypti miða á sölustað, og er númer hans ásamt upplýsingum um sölustaðinn eftirfarandi: 10109335 Skúrinn, Stykkishólmi 12 af þeim heppnu eru áskrifendur, 3 keyptu miðann sinn á ... Lesa meira

lotto

Lottó - 3faldur næst!

Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag. Tíu miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 60 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Olís Fitjum í Reykjanesbæ, þrír í Lottó appinu og fimm miðar eru í áskrift... Lesa meira

lotto

Lottó - enginn með 1. vinning

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn nældi sér í 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Einn miðahafi var með bónus vinninginn sem gerir hann rúmum 441 þúsund krónum ríkari. Miðinn var keyptur á Sbarro í Suðurfelli. Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en fjórir nældu sér í 2. vinning og fá... Lesa meira

lotto

Hæsti lottópottur sögunnar!

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Feng... Lesa meira

lotto

Lottó - tveir skiptu með sér 7földum potti

Af þeim rúmlega 20 þúsund vinningshöfum sem hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar voru tveir  spilarar  lang heppnastir en þeir skiptu með sér sjöföldum 1. vinningi vikunnar og fær hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna.  Annar er með miðann sinn í áskrift en hinn keypti í Appinu.  Bónusvinningurinn skiptist á fjóra... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir