Fréttir

lotto

90 milljónir og barn á leiðinni

12. jan. 2024, 14:41

Stóri lottóvinningurinn kemur sér einstaklega vel
Það voru verðandi foreldrar sem hrepptu síðasta, en fjarri því sísta, lottópottinn á liðnu ári. Þau voru ein með allar tölurnar réttar og fengu rúmar 90,2 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. 
Stóri vinningurinn kemur sér svo sannarlega vel. Ekki aðeins vegna allra jólareikninganna heldur vegna þess að fólkið, sem er á fertugsaldri, er nýlega búið að selja íbúðina sína og er einmitt að leita að rúmbetra húsnæði fyrir stækkandi fjölskyldu.
 
Í samtali við Íslenska getspá sögðust þau hafa haft lúmska tilfinningu um að þetta væri þeirra dagur, tóku upp símana sína og keyptu bæði miða í lottóappinu. Hann var með vinningsmiðann sem innihélt sjö raðir og valdi hann tölurnar sjálfur. Kostaði miðinn 1.050 krónur.

Þegar þau fréttu að vinningurinn hefði komið á miða sem var keyptur í appinu urðu þau bæði furðulega viss um að einmitt þau hefðu unnið, en greindi þó aðeins á um hversu mikil geðshræringin var í raun þegar góðu fréttirnar voru staðfestar. Eins og áður sagði kemur stóri vinningurinn sér einstaklega vel en Íslensk getspá hefur einnig boðið vinningshöfunum ókeypis fjármálaráðgjöf.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk,
sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - Einn með 1. vinning

Einn heppinn miðaeigandi var heldur betur með heppnina með sér þetta laugardagskvöld en hann einn hlýtur 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins.  Fær hann rúmar 8,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Krambúðinni á Hólmavík. Einn miðahafi var með bónusvinninginn sem færir honum rúmar 409 þúsund krónur. Mið... Lesa meira

lotto

Það borgaði sig að gera sér ferð í Laugardalinn

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin... Lesa meira

lotto

Lottó - einn með 1. vinning!

Heppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 21,2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í N1, Borgartúni 39 í Reykjavík. Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 531 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Krambúðinni, Tryggvagötu 40 á Self... Lesa meira

lotto

Lottó - 2faldur næst !

Enginn var með allar tölur réttar að þessu sinni og verður fyrsti pottur septembermánaðar því tvöfaldur.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor um sig rúmlega 220 þúsund krónur, miðarnir eru báðir í áskrift. Fimm voru með 2. vinning í Jóker og fá því vinning upp á 100 þúsund kall, fjórir miðanna eru í ásk... Lesa meira

lotto

Fann vinningstölurnar í kirkjugarðinum

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir