Fréttir

getraunir

1.2 milljónir til Eyja

12. Jan 2026, 13:47

Getraunastarfsemi hefur verið afar öflug í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi og má segja að Eyjamenn hafi verið öflugir í tippinu alla tíð.

Getraunastarfsemin skiptist á milli ÍBV annarsvegar og KFS hinsvegar og hafa þeir síðarnefndu staðið sig mjög vel og eru meðal söluhæstu félaga landsins. Þau fengu meðal annars 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag sem skilaði þeim rúmum 1.2 milljónum króna í vinning.

Liðsmenn KFS unnu líka allar deildir Íslandsmótsins í getraunum og eru því  íslandsmeistarar fyrir árið  2025 í 1., 2. og 3. deild. Hefur ekkert annað félag leikið það eftir þeim.

getraunir

1.2 milljónir til Eyja

Getraunastarfsemi hefur verið afar öflug í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi og má segja að Eyjamenn hafi verið öflugir í tippinu alla tíð. Getraunastarfsemin skiptist á milli ÍBV annarsvegar og KFS hinsvegar og hafa þeir síðarnefndu staðið sig mjög vel og eru meðal söluhæstu félaga landsins. Þau fengu meðal annars 13 ... Lesa meira

getraunir

1X2 seðlar víxlast um helgina

Athygli tippara er vakin á því að í viku 1 á árinu 2026 munu Enski seðillinn og Evrópuseðillinn (Sunnudagsseðillinn) víxlast þannig að Evrópuseðillinn lokar á laugardeginum 3. janúar og Enski seðillinn lokar á sunnudeginum 4. janúar.

getraunir

Húskerfin skiluðu milljónum í getraunum

Jólin voru gjafmild hjá mörgum tippurum en tvö félög, FH og Fylkir, fengu 13 rétta í húskerfum sínum á Enska Getraunaseðlinum. Húskerfi Fylkis, sem kallast húskerfi Einars Ásgeirs, hefur verið starfandi í mörg ár og taka um 30 manns þátt hverja helgi. Um síðustu helgi gekk allt upp og náði kerfið 13 réttum. Vinningsupp... Lesa meira

getraunir

1X2 seðlar víxlast um næstu helgi

Getraunaseðlar í boði fyrir viku 1. 2026 eru þessir: Evrópuseðillinn (Miðvikudagsseðill) verður 1. janúar. Evrópuseðillinn (Sunnudagsseðill) verður laugardaginn 3. janúar. Enski Seðillinn verður sunnudaginn 4. janúar. Athygli tippara er vakin á því að í viku 1 á árinu 2026 munu Enski seðillinn og Evrópuseðillinn (Sunnu... Lesa meira

getraunir

Getraunir um hátiðir

Getraunir verða með hefðbundnu sniði um hátíðir. Evrópuseðillinn (Miðvikudagsseðill) verður 26. desember. Enski seðillinn verður laugardaginn 27. desember. Evrópuseðillinn (Sunnudagsseðill) verður 28. desember. Evrópuseðillinn (Miðvikudagsseðill) verður 1. janúar. Evrópuseðillinn (Sunnudagsseðill) verður laugardaginn 3... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir