Fyrsti vinningur gekk ekki út þessa vikuna en fjórir voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 322 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Litháen og tveir í Noregi. Einn heppinn miðahafi var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann tæpar 1,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur á Lotto.is
Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir fengu 2. vinning sem er 125 þúsund, þrír voru keyptir í Lotto-appinu og einn miðinn er í áskrift.