Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn nældi sér í 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Einn miðahafi var með bónus vinninginn sem gerir hann rúmum 441 þúsund krónum ríkari. Miðinn var keyptur á Sbarro í Suðurfelli.
Enginn var með 1. vinning í Jókernum í kvöld en fjórir nældu sér í 2. vinning og fá fyrir það 125 þúsund krónur hver. Tveir miðar eru í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og einn í Lottó appinu.