Fréttir

getraunir

Tipparar í Grindavík með 13 rétta

13. Nov 2023, 14:04

Tipparar í Grindavík láta ekki deigan síga í tippinu og nældu sér í 13 rétta á Sunnudagsseðilinn. Var miðinn keyptur í gegnum félagakerfi UMFG. Notuðu Grindvíkingarnir Ú kerfi þar sem 7 leikir eru þrítryggðir og 2 leikir tvítryggðir og kostaði miðinn 8.788 krónur.  
Alls voru 15 tipparar á Íslandi með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og vinningurinn því ekki hár eða rúmar 80 þúsund krónur.  
Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir rúmar 600.000 krónur í sinn hlut hver. Einn vinningsmiðinn var keyptur í félagakerfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og var hann með 7 tvítryggða leiki og 6 leiki með einu merki og kostaði 1.664 krónur.  

getraunir

Gjöfult í getraunum

Einn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og hlýtur hann um 2 milljónir króna í vinning. Tipparinn var með níu leiki tvítryggða, einn leik þrítryggðan sem var leikur Man. Utd – Fullham og þrjá leiki með einu merki. Fjórir tipparar voru svo með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fá þeir rúmlega 500 þúsund krón... Lesa meira

getraunir

XG hættir

Ákveðið hefur verið að hætta að bjóða upp á leikinn XG sem hefur verið rekinn í samstarfi við Svenska Spel síðan haustið 2022. Það er sameiginleg ákvörðun fyrirtækjanna að hætta með leikinn og verður uppsafnaður vinnings pottur XG notaður til að búa til risapotta á Getrauna seðlum í samstarfi við Svenska Spel. Síðasti ... Lesa meira

getraunir

1x2

Glúrinn tippari vann 940.000 krónur í Enska

Glúrinn tippari af vesturlandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fær hann rúmar 940.000 krónur í vinning.  Tipparinn tvítryggði sex leiki og þrítryggði tvo leiki og var með eitt merki á 5 leikjum og kostaði getraunaseðillinn 7.488 krónur.

getraunir

Úrslit seðla annan í jólum

Rétt röð og áætlaðar vinningsupphæðir fyrri enska seðils í viku 52 eru hér að neðan. Leikirnir vour spilaðir 26. desember. 121-112-XX1-1112 Rétt röð í XG annan í jólum 432-311-041-3312

getraunir

Getraunaseðlar um hátíðir

Getraunaseðlar verða með eftirfarandi hætti um jól og áramót. Fimmtudagur 26 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 250 milljónir króna. Þessi seðill gildir ekki í umspili hópleiks. Sunnudagur 29 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 175 milljónir. Þessi seðill g... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir