Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en tveir skiptu 2. vinningi á milli sín og fá þeir tæpar 17 milljónir króna hvor. Miðarnir voru báðir keyptir í Noregi.
Tveir miðahafar voru með hin al-íslenska 3. vinning og fær hvor þeirra rúmlega 875 þúsund krónur fyrir það. Báðir miðarnir voru keyptir í Lottó appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í Lottó appinu.