Tveir heppnir áskrifendur voru með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 4,9 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 450.000 krónur í vinning. Miðinn var keyptur á Lotto.is.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum, Hafnarfirði, Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík og þrír voru í áskrift.