Næstu þrír seðlar Evrópuseðilsins verða svokallaðir EM seðlar og verður tryggt að vinningsupphæð fyrir 13 rétta verði ekki undir 4 milljónum sænskra króna eða um 50 milljónir íslenskra króna. Opnunar og lokunartímar verða ekki eins og venjulega.
Seðill 1 telst Miðvikudagsseðill og lokar fyrir sölu á föstudaginn 14. júní.
Seðill 2 telst Sunnudagsseðill og opnar fyrir sölu laugardaginn 15. júní og lokar fyrir sölu miðvikudaginn 19. júní. Seðill 2 telur með í Getraunadeildinni.
Seðill 3 telst Miðvikudagsseðill og opnar fyrir sölu fimmtudaginn 20. júní og lokar fyrir sölu laugardaginn 22. júní.
Enginn Sunnudagsseðill verður sunnudaginn 23. júní.
Laugardagsseðillinn (Enski seðillinn) lokar sunnudaginn 23. júní og gildir hann í getraunadeildinni. Það verður því aðeins einn seðill sem gildir í Getraunadeildinni helgina 22. og 23. júní.
Fréttir
getraunir
EM getraunaseðillinn - 50 milljónir
16. Jun 2024, 01:24