Fréttir

getraunir

EM getraunaseðillinn - 50 milljónir

16. Jun 2024, 01:24

Næstu þrír seðlar Evrópuseðilsins verða svokallaðir EM seðlar og verður tryggt að vinningsupphæð fyrir 13 rétta verði ekki undir 4 milljónum sænskra króna eða um 50 milljónir íslenskra króna. Opnunar og lokunartímar verða ekki eins og venjulega.
Seðill 1 telst Miðvikudagsseðill og lokar fyrir sölu á föstudaginn 14. júní.
Seðill 2 telst Sunnudagsseðill og opnar fyrir sölu laugardaginn 15. júní og lokar fyrir sölu miðvikudaginn 19. júní. Seðill 2 telur með í Getraunadeildinni.
Seðill 3 telst Miðvikudagsseðill og opnar fyrir sölu fimmtudaginn 20. júní og lokar fyrir sölu laugardaginn 22. júní.
Enginn Sunnudagsseðill verður sunnudaginn 23. júní.
Laugardagsseðillinn (Enski seðillinn) lokar sunnudaginn 23. júní og gildir hann í getraunadeildinni. Það verður því aðeins einn seðill sem gildir í Getraunadeildinni helgina 22. og 23. júní.

getraunir

1x2

Glúrinn tippari vann 940.000 krónur í Enska

Glúrinn tippari af vesturlandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fær hann rúmar 940.000 krónur í vinning.  Tipparinn tvítryggði sex leiki og þrítryggði tvo leiki og var með eitt merki á 5 leikjum og kostaði getraunaseðillinn 7.488 krónur.

getraunir

Úrslit seðla annan í jólum

Rétt röð og áætlaðar vinningsupphæðir fyrri enska seðils í viku 52 eru hér að neðan. Leikirnir vour spilaðir 26. desember. 121-112-XX1-1112 Rétt röð í XG annan í jólum 432-311-041-3312

getraunir

Getraunaseðlar um hátíðir

Getraunaseðlar verða með eftirfarandi hætti um jól og áramót. Fimmtudagur 26 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 250 milljónir króna. Þessi seðill gildir ekki í umspili hópleiks. Sunnudagur 29 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 175 milljónir. Þessi seðill g... Lesa meira

getraunir

Hattarmenn með 1.3 milljónir á Enska seðilinn

Það voru stuðningsmenn Hattar á Egilsstöðum í hópnum Dos Samsteypan sem fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag og unnu rúmlega 1,3 milljónir króna. Þeir notuðu sparnaðarkerfi 7-2-489 þar sem þeir þrítryggðu 7 leiki, tvítryggðu 2 leiki og 4 leikir voru með einu merki. Kerfið gekk upp og eru þeir ... Lesa meira

getraunir

Breytingar á Lengjunni

Ákveðið hefur verið að breyta lágmarksupphæð og hámarksupphæð sem hægt er að tippa fyrir á Lengjunni og Lengjan beint á vef Getspár/Getrauna. Lágmarksupphæðin fer úr 100 krónum í  200 krónur og hámarksupphæðin fer úr 12.000 krónum í 20.000 krónur. Þessar breytingar eru gerðar í ljósi þeirra verðlagsbreytinga sem hafa o... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir