Af 16.892 vinningshöfum voru það tveir ljónheppnir spilarar sem voru heppnastir allra en þeir skiptu með sér sjöfalda pottinum og hlýtur hvor um sig rúmlega 86,2 milljónir í vinning. Annar lukkumiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og hinn á vefnum okkar lotto.is.
Bónusvinningurinn skiptist á milli sjö miðahafa og hlýtur hver þeirra rúmlega 249 þúsund í vinning; einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og fimm í appinu.
Jókerinn gaf líka vel af sér en einn var með 1. vinning sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, sá keypti miðann á lotto.is. Þá voru alls tólf sem nældu sér í 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund kall í vasann, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Olís Húsavík, N1 á Hellissandi, N1 á Akranesi, N1 við Hringbraut í Reykjavík, KS í Hofsósi, fimm keyptu í appinu og einn á lotto.is.