Fyrsti vinningur gekk ekki út í útdrætti kvöldsins í Vikinglottó en heppinn miðahafi í Noregi var með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 55,5 milljónir króna í vinning.
Einn heppinn áskrifandi var með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann tæpar 3,8 milljónir króna í sinn hlut.
Einn var með 1. vinning í Jóker og hlýtur hann 2.500.000 í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu. Sex voru með 2. Vinning og hlýtur hver þeirra 125.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olís, Hellu, Gullnesti, Gylfaflöt í Reykjvík, N1, Borgarnesi, Extra, Kaupangi á Akureyri og 2 voru í áskrift.