Í dag breytist Lottó leikurinn úr því að vera Lottó 5/42 yfir í að vera Lottó 5/45. Áfram verða valdar 5 tölur í hverri röð. Þetta er aðeins í fjórða sinn sem Lottó leiknum er breytt frá því að Lottó hóf göngu sína á Íslandi árið 1986.
Breytingin er til komin vegna þess að Íslendingum hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum. Leikjaformúlan í Lottó verður að þróast, annarsvegar með mannfjölda og hinsvegar með þátttöku í Lottó. Þannig tryggjum við að Lottó verði áfram vinsælast leikurinn á Íslandi - „Lottó - Leikurinn okkar“.
Hér eftir sem hingað til mun allur ágóði af sölu Lottó 5/45 renna til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÖBÍ réttindasamtaka og Ungmennafélags Íslands.