Fréttir

lotto

Eldri hjón fengu tæpa 21 milljón með mánudagsfiskinum

19. jan. 2024, 13:04

Það getur verið gott að hafa ákveðna reglu á hlutunum, t.d. kaupa alltaf fisk á mánudögum og lottómiða í leiðinni. Þetta er í það minnsta reynsla eldri hjóna í Hafnarfirði en þessi vikulega rútína skilaði þeim tæplega 21 milljón króna þegar þau voru ein með allar tölurnar réttar í Lottó um síðustu helgi. 

Hjónin keyptu miðann og fiskinn í Fjarðarkaupum af gömlum vana en það var ekki fyrr en á miðvikudegi sem konan lét athuga miðann fyrir sig og henni sagt að hún yrði að fara beint í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár. Þar fékk hún svo fyrst að vita hve hár vinningurinn reyndist vera og fylltist hún strax mikilli gleði og þakklæti.

Aðspurð sagði frúin vinninginn vissulega koma sér vel en þörfin væri þó örugglega brýnni annars staðar og myndu þau hjónin láta gott af sér leiða og leyfa börnum og barnabörnum að njóta með þeim. Konan er hætt að vinna en maður hennar hefur minnkað við sig starfshlutfallið á undanförnum árum. Og þótt hin vikulega ferð til að kaupa í soðið á mánudegi hafi svo sannarlega borgað sig, er aldrei að vita nema stóri vinningurinn geri það að verkum að einhverjar nýjar venjur taki nú við hjá þeim.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar þessum heppnum hjónum innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - Einn með 1. vinning

Einn heppinn miðaeigandi var heldur betur með heppnina með sér þetta laugardagskvöld en hann einn hlýtur 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins.  Fær hann rúmar 8,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Krambúðinni á Hólmavík. Einn miðahafi var með bónusvinninginn sem færir honum rúmar 409 þúsund krónur. Mið... Lesa meira

lotto

Það borgaði sig að gera sér ferð í Laugardalinn

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin... Lesa meira

lotto

Lottó - einn með 1. vinning!

Heppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 21,2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í N1, Borgartúni 39 í Reykjavík. Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 531 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Krambúðinni, Tryggvagötu 40 á Self... Lesa meira

lotto

Lottó - 2faldur næst !

Enginn var með allar tölur réttar að þessu sinni og verður fyrsti pottur septembermánaðar því tvöfaldur.  Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor um sig rúmlega 220 þúsund krónur, miðarnir eru báðir í áskrift. Fimm voru með 2. vinning í Jóker og fá því vinning upp á 100 þúsund kall, fjórir miðanna eru í ásk... Lesa meira

lotto

Fann vinningstölurnar í kirkjugarðinum

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir