Heppinn Norðmaður var einn með 1. vinning í Vikinglotto kvöldsins og fær hann rúma 3,6 milljarða fyrir það. Aftur voru það Norðmenn sem voru með heppnina með sér, en tveir skiptu með sér 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 147,5 milljónir fyrir það.
Þá var einn Íslendingur sem keypti miðann sinn á lotto.is með 4. vinning sem færir honum rúmar 468 þúsund krónur.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1 Bíldshöfða, á lotto.is og tveir eru í áskrift.