Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag. Tíu miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 60 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Olís Fitjum í Reykjanesbæ, þrír í Lottó appinu og fimm miðar eru í áskrift.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 125 þúsund krónur í vinning. Annar miðanna var keyptur í Olís í Varmahlíð og hinn miðinn er í áskrift.