Fréttir

getraunir

Tippari búsettur á Akureyri vinnur 3.2 milljónir

2. jan. 2024, 15:28

Tippari búsettur á Akureyri var með alla leikina rétta á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og er rúmum 3.2 milljónum króna ríkari. Tipparinn tippaði á vefnum og keypti svokallað sparnaðarkerfi þar sem hann tvítryggði 5 leiki og þrítryggði 5 leiki og var með eitt merki á þrem leikjum. Alls samanstóð kerfið af 288 röðum og kostaði 3.744 krónur.

getraunir

Asíuforgjöf

Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint. Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér. Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfi... Lesa meira

getraunir

Fimm tipparar með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur.  Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra Eskifirði og Golfklúbb Vatns... Lesa meira

getraunir

Getraunir og erlend veðmálafyrirtæki

Upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna birtir skoðanagrein á Visir.is þar sem hann dregur fram muninn á ólöglegum erlendum veðmálafyrirtækjum sem bjóða upp á og auglýsa starfsemi hér á landi annarsvegar og Íslenskum getraunum hinsvegar. Greinin var birt í dag á fréttavefnum visir.is og má hér að neðan finna hlekk í greini... Lesa meira

getraunir

Tékkland - Spánn, EM kvenna

Leikur Tékklands og Spánar í riðlakeppni EM kvenna sem fram fer 12. júlí hefur verið endurgreiddur þeim tippurum sem tippuðu á leikinn þar sem stuðlar á leikinn höfðu víxlast. Er það gert samkvæmt heimild í 25. grein reglugerðar um Getraunir.

getraunir

Tipparar með EM á hreinu

Íslenskir tipparar gerðu vel á sérstökum EM getraunaseðli sem Íslenskar getraunir buðu uppá í tengslum við EM í knattspyrnu. Alls voru 5 tipparar með 13 leiki rétta á EM getraunaseðlinum í síðustu viku og fékk hver þeirra rúma eina milljón króna í sinn hlut. Þess má geta að vinningshafarnir styðja við bakið á KFS, ÍFR,... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir