Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en sex skiptu með sér alíslenska 3. vinningnum og fær hver þeirra rúmar 861 þúsund í vinning. Miðarnir voru keyptir 5x Snælandi Núpalind Kópavogi og í Lotto-appinu.
Heppinn áskrifandi var með 1.vinning í Jókernum og hlýtur hann 2.500.000 krónur í vinning, tveir voru með 2.vinning og hlýtur hvor þeirra 125.000 krónur í vinning, annar miðinn var keyptur á heimasíðunni Lotto.is og hinn í Lotto-appinu.