Það stefnir í þrefaldan jólapott næsta laugardag þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 917 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar vru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í sinn hlut. Þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu og hinir þrír miðarnir eru í áskrift.
Fréttir
lotto
Úrslit í Lottó 20. desember - þrefaldur næst!
20. Dec 2025, 19:27