Getraunaseðlar verða með eftirfarandi hætti um jól og áramót.
Fimmtudagur 26 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 250 milljónir króna. Þessi seðill gildir ekki í umspili hópleiks.
Sunnudagur 29 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 175 milljónir. Þessi seðill gildir í umspili hópleiks.
Enginn Evrópuseðill verður helgina 28 og 29 desember.
Miðvikudagur 1. janúar er Evrópuseðill í boði.
Getraunadeildin hefst svo aftur laugardaginn 4 janúar.