Það var Norðmaður sem var heppnastur allra í útdrætti vikunnar en hann var aleinn með allar tölur réttar og fær að launum rúmlega 2,1 milljarða. Það var einnig Norðmaður sem hreppti 2. vinning og fær hann 37 milljónir. Íslenski 3. vinningurinn ekki út en þrír voru með 4. vinning sem er fyrir fimm réttar aðaltölur og fær hver rúmlega 138 þúsund krónur. Einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í appinu og einn á lotto.is.
Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 125 þúsund í vasann, annar miðinn var keyptur í N1 á Selfossi en hinn á lotto.is.
Heildarfjöldi vinningshafa var 4,917.