Fréttir

lotto

Tvær fjölskyldur losna alveg við húsnæðislánin sín

22. Oct 2025, 10:52

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir.

„Þetta slekkur alveg á húsnæðisláninu“ var það fyrsta sem tæplega fimmtug hjón sögðu er þau mættu í Laugardalinn með vinningsmiðann en fjölskyldan sem býr á höfuðborgarsvæðinu hafði keypt miðann góða í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Við erum búin að vera á leiðinni að endurnýja bílinn í einhvern tíma svo það verður einnig klárað núna og svo verðum maður alveg að leyfa sér að leika sér smá“ sögðu vinningshafarnir brosandi, annars sögðu þau tilfinninguna vera algjörlega ólýsanlega og hvorugt þeirra varla enn farin að trúa þessu.

Hinn vinningshafinn, rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir, hafði keypt sinn miða í appinu. Helgin var þéttbókuð og því hafði hann hvorki hugsað meira út í miðann né munað eftir því að segja konu sinni frá miðakaupunum. Hann hafði því enga hugmynd um vinninginn. „Ég var eiginlega á báðum áttum hvort ég ætti að svara þar sem ég kannaðist ekkert við númerið,“ sagði hann og hló. „Svo þegar ég svaraði og fréttirnar komu, þá hélt ég nú fyrst að þetta væri grín. Ég átti alls ekki von á þessum fréttum, bara aldrei. Vinningurinn kemur á afar hentugum tíma, þar sem fjölskyldan er búin að vera að reyna leggja pening til hliðar síðustu mánuði fyrir stórum viðburði á næsta ári og núna allt í einu er til fyrir honum öllum en fyrst af öllu verður að greiða upp lánin“ sagði vinningshafinn glaður.

Við óskum vinningshöfunum báðum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó

Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld og verður því 2faldur í næstu viku. Heppinn áskrifandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 343.000 krónur í vinning. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en 11 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru ... Lesa meira

lotto

Tvær fjölskyldur losna alveg við húsnæðislánin sín

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir. „Þe... Lesa meira

lotto

Lottó - tveir með 1. vinning

Af 16.892 vinningshöfum voru það tveir ljónheppnir spilarar sem voru heppnastir allra en þeir skiptu með sér sjöfalda pottinum og hlýtur hvor um sig rúmlega 86,2 milljónir í vinning.  Annar lukkumiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og hinn á vefnum okkar lotto.is. Bónusvinningurinn skiptist á milli sjö miða... Lesa meira

lotto

Lottó - 7faldur næst !!

Rúmlega 122 milljóna króna Lottóvinningur gekk ekki út þessa vikuna og verður potturinn því 7faldur í næstu viku !! Tveir skiptu með sér bónusvinningnum, annar keypti miðann á lotto.is en hinn í appinu.  Hlutur hvors er rúmlega 620 þúsund krónur. Enginn var með 1. vinning í Jóker en átta miðahafar nældu sér í 2. vinnin... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir