Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Vikinglotto útdrætti kvöldsins en tveir miðahafar á Íslandi skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinning. Hvor þeirra hlýtur rúmar 820 þúsund krónur. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur á lotto.is. Þá var áskrifandi með 4. vinning sem færir honum rúmar 410 þúsund krónur.
Jókerinn hélst inni í kvöld en einn miðahafi var með 2. vinning. Miðinn var keyptur á lotto.is