Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver um sig rúmlega 224 þúsund krónur. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, tveir í appinu og einn er í áskrift.
Heppinn áskrifandi nældi sér í 1. vinning í Jóker og fær hann 2,5 milljónir í sinn hlut. Þá voru þrettán miðaeigendur með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, tveir í Vídeómarkaðnum í Kópavogi, þrír í appinu, þrír á lotto.is og þrír eru í áskrift.
Fréttir
lotto
Lottó - 6faldur næst!
22. Mar 2025, 19:57