Fréttir

lotto

Stefnir í metfjölda milljónamæringa í desember

23. Dec 2024, 15:10

Karlmaður á besta aldri var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti miðann í Happahúsinu í Kringlunni samkvæmt vana sem tryggði honum rétt tæpar 10 skattfrjálsar milljónir. Vinningshafinn var auðvitað himinlifandi en þó hógværðin ein þegar hann gaf sig fram á skrifstofu Íslenskrar getspár í dag og sagðist mögulega endurnýja bílinn á nýju ári, annað væri þó alveg óráðið en vinningurinn væri að sjálfsögðu mjög svo kærkomin sérstaklega svona síðustu helgi fyrir jól.

Þessi heppni bætir manninum í hóp þeirra óvenju mörgu sem orðið hafa milljónamæringar með því að spila í Lottó síðustu vikurnar fyrir jól en alls hafa sex manns verið með fyrsta vinning síðan 30. nóvember sl. Svo munu að lágmarki 28 milljónamæringar bætast við laugardaginn 28. desember þegar dregið verður í Milljólaleiknum.

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Stefnir í metfjölda milljónamæringa í desember

Karlmaður á besta aldri var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti miðann í Happahúsinu í Kringlunni samkvæmt vana sem tryggði honum rétt tæpar 10 skattfrjálsar milljónir. Vinningshafinn var auðvitað himinlifandi en þó hógværðin ein þegar hann gaf sig fram á skrifstofu Íslenskrar getspár í da... Lesa meira

lotto

Lottó - Einn með 1. vinning

Heppinn miðahafi var einn með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 9,9 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Happahúsinu í  Kringlunni. Þá var einn miðahafi með bónusvinninginn og fær hann rúmar 456 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á vef okkar lotto.is. Enginn var með allar tölur rét... Lesa meira

lotto

Lottó - Tveir með 1. vinning!

Tveir heppnir áskrifendur voru með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 4,9 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 450.000 krónur í vinning. Miðinn var keyptur á Lotto.is. Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en fimm miðaha... Lesa meira

lotto

Lottó: Fyrsti vinningur til Þorlákshafnar!

Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rétt tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 150.960 kr. Tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur í Lottó appinu. Engin... Lesa meira

lotto

Bestu tölur laugardagsins

Margir voru eflaust ánægðir með tölurnar sem litu dagsins ljós síðastliðið laugardagskvöld en tveir miðaeigendur í Lottóinu voru þó alveg sérlega ánægðir þegar þeir sáu að tölurnar sem þeir höfðu á Lottómiðum sínum væru þær sömu og komið höfðu upp í útdrætti kvöldsins. Lottópotturinn, sem var þrefaldur og innihélt fyrs... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir