Fréttir

lotto

Draumabílinn efstur á óskalistanum

23. Feb 2024, 14:48

Tveir heppnir karlmenn um sextugt skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi en báðir höfðu keypt 10 raða sjálfvalsmiða. Annar keypti sinn hjá Jóhönnu á Tálknafirði og hinn í Orkunni Fitjum í Reykjanesbæ og fengu þeir rúmar 10,2 milljónir króna hvor.

Vestfirðingurinn gerði sér lítið fyrir og brunaði í bæinn og var mættur á skrifstofu Íslenskrar getspár snemma á mánudeginum og sagði vinninginn koma á góðum tíma enda starfslok á næstunni. Suðurnesjamaðurinn mætti daginn eftir, sagði ýmislegt hafa gengið á að undanförnu; bæði í bæjarfélaginu, eins og allir vita, en líka innan fjölskyldunnar. Sagðist sá heppni nýlega hafa selt frá sér draumabílinn sinn til að hjálpa sínum nánustu. Hann leit bjartsýnum augum á framtíðina með góðan lottóvinning í farteskinu og hans fyrsta verk verði væntanlega að kaupa sér draumabílinn aftur. 

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

eurojackpot

vikinglotto

Truflun á vefnum

Vefur okkar hjá Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum hefur orðið fyrir truflunum vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Hægt er að kaupa miða í öllum leikjum, en útlitið á síðunni hefur orðið fyrir áhrifum af trufluninni. Unnið er að lagfæringum.

lotto

Úrslit í Lottó 15. nóvember - fimmfaldur næst!

Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum, annar keypti miðann á lotto.is og hinn var keyptur í Drekanum í Hafnarfirði.  Hlutur hvors er rúmlega 353 þúsund krónur. Enginn var með 1. vinning í Jóker en sj... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 8. nóvember

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rétt rúma eina milljón króna í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar v... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 1. nóvember - þrefaldur næst!

Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður því þrefaldur í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út og verður hann tvöfaldur. Heppinn áskrifandi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðaeigendur voru með 2. vinning og fær hver þeirra ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó

Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld og verður því 2faldur í næstu viku. Heppinn áskrifandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 343.000 krónur í vinning. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en 11 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru ... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir