Um næstu helgi er hlé í Getraunadeildinni og hefst 3. umferð helgina 1. - 2. júní. Leikið er samkvæmt venju í 10 vikur og gilda 8 bestu vikurnar. Verðlaun eru vegleg sem fyrr, greiddar eru 80.000 krónur fyrir fyrsta sætið í 1. deild og svo fer vinningsupphæð lækkandi eftir deildum og sætum og verður lægst fyrir 3. sætið í 3. deild eða 40.000 krónur.
Umspil fyrir 2. umferð fer samt sem áður fram um næstu helgi þar sem þeir hópar keppa sem jafnir eru í efstu sætum hverrar deildar.
Fréttir
getraunir
Hlé í Getraunadeildinni
23. May 2024, 14:36