Ákveðið hefur verið að breyta lágmarksupphæð og hámarksupphæð sem hægt er að tippa fyrir á Lengjunni og Lengjan beint á vef Getspár/Getrauna. Lágmarksupphæðin fer úr 100 krónum í 200 krónur og hámarksupphæðin fer úr 12.000 krónum í 20.000 krónur.
Þessar breytingar eru gerðar í ljósi þeirra verðlagsbreytinga sem hafa orðið frá því Íslenskar getraunir hófu að bjóða uppá Lengjuna árið 1995 og Lengjuna beint árið 2006. Alveg frá upphafi hefur lágmarksupphæðin sem tippað er fyrir verið 100 krónur og hámarksupphæðin 12.000 krónur. Engar breytingar verða í sölukössum, þar verður lágmarksupphæð áfram 100 krónur og hámarksupphæð 12.000 krónur.
Fréttir
getraunir
Breytingar á Lengjunni
23. sept. 2024, 11:40