Fréttir

getraunir

Breytingar á Lengjunni

23. sept. 2024, 11:40

Ákveðið hefur verið að breyta lágmarksupphæð og hámarksupphæð sem hægt er að tippa fyrir á Lengjunni og Lengjan beint á vef Getspár/Getrauna. Lágmarksupphæðin fer úr 100 krónum í  200 krónur og hámarksupphæðin fer úr 12.000 krónum í 20.000 krónur. 

Þessar breytingar eru gerðar í ljósi þeirra verðlagsbreytinga sem hafa orðið frá því Íslenskar getraunir hófu að bjóða uppá Lengjuna árið 1995 og Lengjuna beint árið 2006. Alveg frá upphafi hefur lágmarksupphæðin sem tippað er fyrir verið 100 krónur og hámarksupphæðin 12.000 krónur. Engar breytingar verða í sölukössum, þar verður lágmarksupphæð áfram 100 krónur og hámarksupphæð 12.000 krónur.

getraunir

Hattarmenn með 1.3 milljónir á Enska seðilinn

Það voru stuðningsmenn Hattar á Egilsstöðum í hópnum Dos Samsteypan sem fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag og unnu rúmlega 1,3 milljónir króna. Þeir notuðu sparnaðarkerfi 7-2-489 þar sem þeir þrítryggðu 7 leiki, tvítryggðu 2 leiki og 4 leikir voru með einu merki. Kerfið gekk upp og eru þeir ... Lesa meira

getraunir

Breytingar á Lengjunni

Ákveðið hefur verið að breyta lágmarksupphæð og hámarksupphæð sem hægt er að tippa fyrir á Lengjunni og Lengjan beint á vef Getspár/Getrauna. Lágmarksupphæðin fer úr 100 krónum í  200 krónur og hámarksupphæðin fer úr 12.000 krónum í 20.000 krónur. Þessar breytingar eru gerðar í ljósi þeirra verðlagsbreytinga sem hafa o... Lesa meira

getraunir

Asíuforgjöf

Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint. Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér. Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfi... Lesa meira

getraunir

Fimm tipparar með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur.  Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra Eskifirði og Golfklúbb Vatns... Lesa meira

getraunir

Getraunir og erlend veðmálafyrirtæki

Upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna birtir skoðanagrein á Visir.is þar sem hann dregur fram muninn á ólöglegum erlendum veðmálafyrirtækjum sem bjóða upp á og auglýsa starfsemi hér á landi annarsvegar og Íslenskum getraunum hinsvegar. Greinin var birt í dag á fréttavefnum visir.is og má hér að neðan finna hlekk í greini... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir