Lottó útdrátturinn gekk út í kvöld þar sem einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og fær hann því rúmar 10,7 milljónir króna óskiptar í vinning. Miðinn var keyptur á lotto.is.
Enginn var með bónusvinninginn.
Jókerinn gekk ekki út en einn miðahafi var með 2. vinning og fær sá 125 þúsund krónur fyrir það. Miðinn var keyptur í Söluskálanum Landvegamótum á Hellu.