Vegna jóladagskrá var Vikinglotto útdrátturinn ekki sýndur á RÚV í kvöld.
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og fær hann í sinn hlut rúmar 59 milljónir króna. Tveir miðahafar voru með hin al-íslenska 3. vinning og fær hvor þeirra rúmar 3 milljónir króna fyrir það. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur inn á Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 125.000 krónur í vinning. Einn miðin var keyptir á Olís Hellu, einn í Hagkaup á Akureyri, einn á Lottó appinu, einn inn á Lotto.is og tveir miðar eru í áskrift.