Enginn náði að landa 1. vinningi þessa vikuna og skilar því fyrsti útdráttur eftir breytingu í Lottó 5/45 okkur 4földum potti í næstu viku. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor um sig rúmlega 513 þúsund krónur, annar miðinn var keyptur í Olís á Siglufirði en hinn í appinu.
Jókerinn var drjúgur með sig í kvöld en tveir fengu 1. vinning, var annar miðinn keyptur í EuroMarket við Stakkholt í Reykjavík en hinn í appinu. Fær hvor hinna heppnu miðaeigenda 2,5 milljónir í vinning. Fimm voru svo með 2. vinning og fá þeir 125,000 krónur hver. Einn miðinn var keyptur í EuroMarker á Smiðjuvegi í Kópavogi, tveir eru í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og einn í appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa var 4,936.