Íslenskir tipparar gerðu vel á sérstökum EM getraunaseðli sem Íslenskar getraunir buðu uppá í tengslum við EM í knattspyrnu. Alls voru 5 tipparar með 13 leiki rétta á EM getraunaseðlinum í síðustu viku og fékk hver þeirra rúma eina milljón króna í sinn hlut.
Þess má geta að vinningshafarnir styðja við bakið á KFS, ÍFR, Neista, Umf. Laugdæla og Leikni Reykjavík.