Ljónheppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 78 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu. Þá voru þrír með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 352 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Gullnesti, Gylfaflöt 1-3 í Reykjavík og í appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur. Einn miði var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni 8-12 í Reykjavík, tveir í appinu og þrír eru í áskrift.
Fréttir
lotto
Lottó - einn með 1. vinning!
24. ágúst 2024, 19:25