Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en fimm miðaeigendur skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 325 þúsund krónur. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og tveir eru í áskrift.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hvor. Báðir miðarnir eru í áskrift.
Heildarfjöldi vinningsraða á íslandi var 5.381