Hvorki 1. né 2. vinningur fóru út í Vikinglottó kvöldsins.
Tveir miðahafar voru með hin al-íslenska 3. vinning og fær hvor þeirra rúmar 1,6 milljónir króna fyrir það. Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Lottó appinu.
Einn heppinn miðahafi nældi sér í 2,5 milljónir króna í Jóker útdrætti kvöldins. Miðann keypti hann í Kaupfélagi Skagfirðinga á Hofsósi. Þá voru fimm með 2. vinning og fá þeir allir 125 þúsund krónur fyrir það. Tveir miðar eru í áskrift en þrír voru keyptir á lotto.is.