Fréttir

lotto

Vann 54 milljónir uppi í bústað

26. júlí 2024, 13:05

Það fóru efalaust margir í pottinn í sumarbústöðum landsins um síðustu helgi en fáir voru þó jafn lukkulegir og sá sem vann stóra pottinn í Lottóinu uppi í bústað með kærustunni. Þar var á ferðinni tæplega fimmtugur karlmaður sem nýtti sér tæknina í sveitasælunni til að kaupa Lottómiða í appinu á laugardeginum, enda fyrsti vinningur fjórfaldur. Þegar hann kannaði málið í appinu eftir útdráttinn blasti við stóri vinningurinn, uppá tæpar 54 milljónir.  

Stóri vinningurinn eyðilagði spilakvöldið
Hinn heppni hafði þó sínar efasemdir og þorði ekki að trúa góðu fréttunum strax, hvað þá segja kærustunni frá. Laumuspilið gerði það hins vegar að verkum að illa gekk að einbeita sér það sem eftir var kvölds að hinum hefðbundnu spilum sem spiluð voru í sumarbústaðnum. Strax eftir helgina voru góðu fréttirnar svo staðfestar hjá Íslenskri getspá og þá gat þessi lukkunnar pamfíll loks andað léttar og greint kærustunni og börnunum frá þessum frábæru fréttum.

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - 5faldur næst!

Potturinn verður 5faldur næst! Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins en þrír voru með bónusvinninginn sem færir þeim rúmlega 538 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Versluninni Bakkanum á Eyrarbakka og tveir á lotto.is Einn heppinn Jóker spilari nældi sér í 2 milljónir en hann var með allar ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 5/42 - 4faldur næst!

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Lottó útdrætti vikunnar og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu. Fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 1... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lotto 5/42 - þrefaldur næst!

Fyrsti vinningur gekk ekki út í útdrætti vikunnar og verður potturinn þrefaldur næsta laugardag. Fimm voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 180.340 krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur á Lotto.is, einn í Lotto-appinu og þrír voru í áskrift. Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jókernum en sex voru ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 5/42 - tvöfaldur næst!

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Lottóútdrætti vikunnar og verða því báðir þessir vinningsflokkar tvöfaldir næsta laugardag. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000 krónur. Annar miðinn var keyptur í Bus station v/Þönglabakka í Reykjavík o... Lesa meira

lotto

Milljónum smalað til Hólmavíkur um réttarhelgina

Það var fleiru smalað en bara sauðfé á Ströndum á laugardag heldur rataði þangað einnig umtalsvert fé frá Lottóinu. Óvenju gestkvæmt var hjá heppinni konu á besta aldri á Hólmavík vegna smölunar, börn og barnabörn í húsi og varð uppi fótur og fit á heimilinu þegar ljóst var að hún hafði unnið óskiptan fyrsta vinning, u... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir