Fréttir

lotto

Annar býr erlendis en hinn ófundinn

27. mars 2024, 10:35

Íslensk kona sem er búsett á Norðurlöndunum var ein með allar tölur réttar í Lottó laugardaginn 16. mars síðastliðinn og fékk fyrsta vinning því alveg óskiptan, rétt tæpar
9 skattfrjálsar milljónir. Konan sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, kom til landsins á dögunum til að taka á móti stóra vinningnum. Hún kaupir reglulega miða með Lottó-appinu og segir það ákveðna leið til að halda tengslum við landið sitt og alveg sérstaklega gaman að gera sér ferð hingað núna af þessu tilefni í kringum páskana.

Þessi lukkunnar pamfíll bauð ungri frænku sinni með til að vitja vinningsins hjá Íslenskri getspá enda hafði sú heppna hingað til mest spilað með sömu tölurnar, en í þetta skipti bætti hún afmælisdegi frænkunnar inn í happatölurnar – sem gerði útslagið. Það var svo skemmtileg auka-tilviljun að sú sem fékk fyrsta vinning á sama afmælisdag, og sá sem fékk bónusvinninginn þennan saman laugardag.

Í lokin má geta þess að vinningshafinn sem var með allar tölur réttar síðastliðinn laugardag hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Vinningsmiðinn var sömuleiðis keyptur í appinu en þar eru einungis skráðar upplýsingar um heimasíma, sem aldrei er svarað í, og netfang sem er greinilega ranglega skráð eða orðið óvirkt. Spilarar sem nota appið eru því hvattir til að kíkja í símann og gá hvort þar leynist nokkuð fyrsti vinningur, upp á tæpar 9 milljónir króna frá síðasta laugardegi.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 5/42 - 20.júlí 2024 - Einn með 1. vinning!

Ljónheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu. Þá var einn miðahafi með bónusvinninginn og fær hann rúmar 819 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur rét... Lesa meira

lotto

Lottó - 4faldur næst!

Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur næsta laugardag. Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rétt rúmar 235.000 krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó appinu og einn á vef okkar lotto.is. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum e... Lesa meira

lotto

Lottó - Þrefaldur næst!

Enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur næsta laugardag. Þrír miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmar 316 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Versluninni Bakkanum á Eyrarbakka, N1 Borgartúni í Reykjavík og Leirunesti á Akureyri. Enginn var með 1. vin... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni og verða því báðir þessi vinningsflokkar tvöfaldir næsta laugardag. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Lottó appinu og einn er í ás... Lesa meira

lotto

Var á síðustu stundu – en vann hátt í 56 milljónir

Heppin kona á höfuðborgarsvæðinu var ein með allar tölurnar réttar í fjórföldum lottópotti síðastliðinn laugardag. Þó mátti minnstu muna því konan, sem spilar reglulega með frestaði því ítrekað í vikunni að kaupa sér miða. Á laugardeginum var hún á ferð í bíl með eiginmanni sínum og rak þá augun auglýsingaskilti frá Lo... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir