Fréttir

getraunir

Asíuforgjöf

29. ágúst 2024, 08:42

Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint.  Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér.

Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfin er að öðru leiti ekki ósvipuð venjulegri forgjöf þar sem annað liðið fær mark eða mörk í forgjöf. Munurinn er sá að í stað þess að fá 1, 2 eða fleiri mörk í forgjöf fá liðin 0.5 eða 1.5 mörk eða fleiri í forgjöf og þess vegna er jafntefli ekki í boði þegar tippað er á Asíuforgjöf. Leikur sem endar 1-1 og tippað var á 0,5 mörk í forgjöf á lið B endar  með sigri B 1 – 1.5.

getraunir

Asíuforgjöf

Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint. Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér. Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfi... Lesa meira

getraunir

Fimm tipparar með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur.  Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra Eskifirði og Golfklúbb Vatns... Lesa meira

getraunir

Getraunir og erlend veðmálafyrirtæki

Upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna birtir skoðanagrein á Visir.is þar sem hann dregur fram muninn á ólöglegum erlendum veðmálafyrirtækjum sem bjóða upp á og auglýsa starfsemi hér á landi annarsvegar og Íslenskum getraunum hinsvegar. Greinin var birt í dag á fréttavefnum visir.is og má hér að neðan finna hlekk í greini... Lesa meira

getraunir

Tékkland - Spánn, EM kvenna

Leikur Tékklands og Spánar í riðlakeppni EM kvenna sem fram fer 12. júlí hefur verið endurgreiddur þeim tippurum sem tippuðu á leikinn þar sem stuðlar á leikinn höfðu víxlast. Er það gert samkvæmt heimild í 25. grein reglugerðar um Getraunir.

getraunir

Tipparar með EM á hreinu

Íslenskir tipparar gerðu vel á sérstökum EM getraunaseðli sem Íslenskar getraunir buðu uppá í tengslum við EM í knattspyrnu. Alls voru 5 tipparar með 13 leiki rétta á EM getraunaseðlinum í síðustu viku og fékk hver þeirra rúma eina milljón króna í sinn hlut. Þess má geta að vinningshafarnir styðja við bakið á KFS, ÍFR,... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir