Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint. Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér.
Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfin er að öðru leiti ekki ósvipuð venjulegri forgjöf þar sem annað liðið fær mark eða mörk í forgjöf. Munurinn er sá að í stað þess að fá 1, 2 eða fleiri mörk í forgjöf fá liðin 0.5 eða 1.5 mörk eða fleiri í forgjöf og þess vegna er jafntefli ekki í boði þegar tippað er á Asíuforgjöf. Leikur sem endar 1-1 og tippað var á 0,5 mörk í forgjöf á lið B endar með sigri B 1 – 1.5.