Einn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og hlýtur hann um 2 milljónir króna í vinning. Tipparinn var með níu leiki tvítryggða, einn leik þrítryggðan sem var leikur Man. Utd – Fullham og þrjá leiki með einu merki.
Fjórir tipparar voru svo með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fá þeir rúmlega 500 þúsund krónur hver.
Einn tippari var svo með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og er hann 1, 4 milljónum króna ríkari.
Alls skiptu þessir tipparar því með sér rúmum 5.5 milljónum króna fyrir 13 rétta í síðustu viku.