Enn eina vikuna sitja hæstu vinningarnir sem fastast og það á við um alla þrjá vinningsflokkana. Nóvember ætlar að heilsa okkur með risapottum en áætlun fyrir næstu viku er þannig að þar sem 1. vinningur er búinn að ná hámarki í nokkrar vikur er 2. vinningur orðinn verulega hár og áætlun gerir ráð fyrir að hann fari yfir 1,6 milljarð.
1. vinningur heldur áfram að stefna í 3,8 milljarða.
Af Jóker er það að frétta að enginn var með 1. vinning en þrír miðahafar náðu að landa 2. vinningi sem er 100 þúsund krónur, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Krambúðinni á Selfossi, N1 við Fossvog í Reykjavík og einn er í áskrift.