Fyrsti vinningur gekk út í Lottó útdrætti kvöldsins en það voru 2 stálheppnir miðahafar sem skipta vinningsupphæðinni á milli sín og fá rúmar 17,4 milljónir hvor. Annar miðanna var keyptur í Lottó appinu en hinn í Shellskálanum, Austurmörk í Hveragerði. Þá voru 5 miðahafar með bónusvinninginn og fá þeir rúmlega 137 þúsund krónur í vinning hver. Einn miði var keyptur í Olís, Gullinbrú í Reykjavík, einn miði í Lottó appinu og þrír miðar á lotto.is.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup, Furuvöllum á Akureyri, á lotto.is og tveir miðar eru í áskrift.
Heildarfjöldi vinningshafa var 7.950.