Fréttir

lotto

Fann vinningstölurnar í kirkjugarðinum

30. Aug 2024, 10:23

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna.

Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er bæði mamma og amma, hafði misst náin ástvin ekki alls fyrir löngu og var að vitja leiðisins í kirkjugarðinum. Þar tekur hún símann fyrir rælni og fer í lottóappið og velur sjálf talnaröðina sem byggði á tengslum við hinn látna og hugsaði mikið og hlýtt til viðkomandi um leið.

Viti menn, hún var ein með allar tölurnar réttar. Það kom sérfræðingum Íslenskrar getspár raunar smá á óvart að vinningurinn skyldi ganga út því talnarunan á laugardaginn virtist við fyrstu sýn harla ólíkleg til að skila fyrsta vinningi vegna sérkennilegrar dreifingar á tölunum; en þær voru 1, 25, 27, 35 og 36. Það voru því kærkomin gleðitár sem féllu þegar konan, fékk símtalið góða frá Íslenskri getspá í byrjun vikunnar og markar vonandi komu fleiri gleðistunda hjá fjölskyldunni eftir erfiða tíma að undanförnu.

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - Þrír með 1. vinning!

Fyrsti vinningur gekk út í Lottó útdrætti kvöldsins en það voru 3 heppnir miðahafar sem skipta vinningsupphæðinni á milli sín og fá rúmar 3,1 milljónir hver. Einn miði var keyptur í Lottó appinu og tveir miðar eru í áskrift. Þá var einn áskrifandi með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 433 þúsund krónur í vinning. Eng... Lesa meira

lotto

Vetrartími í Evrópu

Nú er vetrartíminn genginn í garð víðast hvar í Evrópu og hefur það áhrif á hvenær lokað er fyrir sölu í Vikinglotto, EuroJackpot og á Enska getraunaseðlinum. Lokað er fyrir sölu klukkan 17:00 á miðvikudögum í Vikinglotto, klukkan 18:00 á þriðjudögum og föstudögum í EuroJackpot og klukkan 14:00 á laugardögum á Enska ge... Lesa meira

lotto

Lottó - tveir með 1. vinning!

Tveir miðahafar voru með heppnina með sér og voru með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Fær hvor þeirra rúmar 56,9 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðanna var keyptur á lotto.is og hinn miðinn er í áskrift. Sjö miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 214 þúsund krónur í vinning. Ei... Lesa meira

lotto

Lottó - 6faldur næst !

5faldi potturinn gekki ekki út og flyst því rúmlega 81 milljón yfir í 6faldan pott í næstu viku og er áætlað að sá pottur verði hátt í 115 milljónir króna. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver um sig rúmlega 300 þúsund krónur, þrír miðanna voru keyptir á lotto.is og einn í appinu. Enginn var með 1. vinning... Lesa meira

lotto

Lottó - 5faldur næst!

Potturinn verður 5faldur næst! Enginn var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins en þrír voru með bónusvinninginn sem færir þeim rúmlega 538 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Versluninni Bakkanum á Eyrarbakka og tveir á lotto.is Einn heppinn Jóker spilari nældi sér í 2 milljónir en hann var með allar ... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir