Ákveðið hefur verið að hætta að bjóða upp á leikinn XG sem hefur verið rekinn í samstarfi við Svenska Spel síðan haustið 2022.
Það er sameiginleg ákvörðun fyrirtækjanna að hætta með leikinn og verður uppsafnaður vinnings pottur XG notaður til að búa til risapotta á Getrauna seðlum í samstarfi við Svenska Spel.
Síðasti XG seðill sem boðið er upp á fer fram laugardaginn, 1. febrúar 2025. Eftir það verður ekki hægt að kaupa miða í þennan leik.